top of page
Bókhaldsþjónusta

 

Við hjá Lausnamiðum sérhæfum okkur í persónulegri bókhaldsþjónustu og hjálpum einstaklingum, fyrirtækjum og félögum að finna heppilegustu lausnina varðandi sitt bókhald.  Við hjá Lausnamiðum erum reiðubúin til þess leiðbeina viðskiptavinum þannig að þeir geti fylgst sem best með sínum rekstri eða fært eins mikið af sínu bókhaldi eins og kostur er sé þess óskað.   Annars er áhersla lögð á að bókhaldið sé alltaf fært jafnóðum og afstemmt.
 

Nýjar hugmyndir

 

Við hjá Lausnamiðum tökum að okkur að útfæra hugmyndir að nýjum verkefnum, aðstoðum við gerð viðskiptaáætlana hvort heldur sem er fyrir nýtt fyrirtæki eða ákveðið verkefni innan fyrirtækis.   Komum á tengslum við fjármálafyrirtæki eða aðstoðum við öflun fjármagns fyrir verkefnið, hvort heldur sem er í formi styrkja eða lánsfjármagns.

Endurskoðun

 

Lausnamið hafa gert samstarfssamning við endurskoðunarfyrirtækið ENOR og með honum geta Lausnamið útvegað löggilda endurskoðun fyrir þá sem þess óska.
 

Launaútreikningar

 

Við hjá Lausnamiðum reiknum út laun fyrir viðskiptavini og sjá um að skila öllum skilagreinum.  Útreikningur launa þarf ekki að tengjast öðru bókhaldi og því tilvalið fyrir fyrirtæki að úthýsa launbókhaldi til Lausnamiða til að fá aðskilnað viðkvæmra upplýsinga frá öðru innan síns félags.
 

Framtalsgerð

 

Þrátt fyrir að Lausnamið sé nýstofnað félag að þá er rík reynsla starfsmanna af framtalsgerð. Einstaklingum er velkomið að koma og fá aðstoð okkar við árlega skattframtalsgerð.

 

Gæðakerfi

 

Hjá Lausnamiðum er mikil þekking á gæðamálum, við getum sett upp gæðahandbækur hvort heldur sem er til þess útbúa leiðbeinandi handbók fyrir fyrirtækið eða til þess að fá viðurkennda vottun.  Við tökum líka að okkur að aðstoða við verkið og vera með í úttektum sé þess óskað.
 

Rekstrarráðgjöf

 

Lausnamið bíður upp á fjölbreytta ráðgjöf í rektri, aðstoðum við framlegðarútreikninga, áætlanagerð og uppgjör.  Greinum tölulegar upplýsingar.

Greiðsluþjónusta og innheimta

 

Við hjá Lausnamiðum tökum að okkur að greiða fyrir viðskiptavini eins og þeir óska, hvort heldur sem er laun og launatengd gjöld eða almenna reikninga.  Við tökum einnig að okkur að fylgja eftir að útgefnir reikningar séu greiddir inn sé þess óskað.

bottom of page