top of page
Lausnamið ehf 

​

Stefna

Stefna Lausnamiða er að vera framúrskarandi þjónustuskrifstofa sem hefur hag viðskiptavina að leiðarljósi í samræmi við lög og reglugerðir.  

​

Hlutverk 

Hlutverk Lausnamiða er að veita áreiðanlega og persónulega bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.

​

Markmið 

Markmið Lausnamiða er að viðskiptavinir geti komið og fengið alla þá skrifstofuþjónustu sem þeir þurfa hvort heldur sem er á sviði bókhalds eða annarrar sérfræðiþjónustu varðandi rekstur.

​

Umhverfismál

Lausnamiðum er umhugað um umhverfismál og hefur ávallt í huga að takmarka alla útprentun og nýta rafrænar leiðir eins og kostur er.

​

Staðreyndir

Lausnamið ehf var stofnað á haustmánuðum 2018 og hefur starfssemi 1. janúar 2019, starfsmenn félagsins verða 2 en stefnan er að efla starfssemina og þar með að fjölga starfsmönnum.

​

Starfssemin er til húsa á jarðhæð í glæsilegu uppgerðu fyrrum kaupfélagshúsi á Skagaströnd að Einbúastíg 2.

​

Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 09:00 til 13:00 og eftir samkomulagi

​

​Sími skrifstofunnar er 555-3066 og netfangið er lausnamid@lausnamid.is

​
Erla Jónsdóttir - Rekstrarfræðingur BSc
Beinn sími 858-3066


Erla hefur mikla reynslu af almennu bókhaldi, uppgjörum, framlegðarútreikningum og samskiptum við lánastofnanir.   Hefur einnig haft umsjón með skjalamálum og sett upp og stýrt gæðakerfi sem gekkst undir ýmsar alþjóðlegar vottanir.  Auk þessa stendur hún að sauðfjárbúi og skógrækt með fjölskyldu sinni.

 

Sigríður Gestsdóttir - Viðurkenndur bókari
Beinn sími 853-3066

 

Sigríður hefur mikla reynslu í skrifstofustörfum, bæði færslu bókhalds, launaútreikningum og birgðahaldi. Einnig hefur hún verið þjónustufulltrúi hjá Vinnumálastofnun.   Hún lauk námi hjá Háskóla Reykjavíkur sem viðurkenndur bókari 2011 og hefur síðan séð um bókhald fyrir nokkur félög. 

​

bottom of page